Sport

Gylfi skoraði sjálfsmark

Gylfi Einarsson skoraði sjálfsmark í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi þegar Lilleström og Stabæk gerðu 1-1 jafntefli. Á 20. mínútu sótti Stabæk og Veigar Páll Gunnarsson skaut boltanum í Gylfa og knötturinn hafnaði í markinu. Magnus Powell jafnaði metin sautján mínútum síðar. Lilleström er í 11. sæti með 32 stig en Stabæk er í næst neðsta sæti með 24 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×