Sport

Federer vann opna tælenska

Svisslendingurinn Roger Federer vann í gær opna tælenska meistaramótið með því að vinna Andy Roddick 6-4 og 6-0  í úrslitum. Federer, sem er í efsta sæti heimslistans, þurfti aðeins tæpan klukkutíma til að vinna viðureignina en Roddick spilaði meiddur, eftir að hafa meiðst í undanúrslitum gegn Rússanum Marat Safin. Með sigrinum slæst Federer í hóp goðsagnanna Björns Borg og John McEnroe en þeir eru einu leikmennirnir sem hafa unnið 12 úrslitaleiki í röð á síðustu 25 árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×