Sport

Báðir leikir innanhúss

Ljóst er að Ísland mun leika gegn Noregi í umspili um sæti í lokakeppni EM kvennalandsliða, sem fram fer í Englandi á næsta ári, og mun fyrri leikurinn fara fram hér á landi. Ísland og Finnland náðu bestum árangri þeirra liða sem urðu í þriðja sæti í sínum riðli í undankeppninni og leika því gegn þeim tveimur liðum sem náðu bestum árangri í öðru sæti, en það voru Noregur og Rússland. Þar sem Ísland og Rússland voru saman í riðli í undankeppninni geta þau ekki mæst í umspili og þar með er ljóst að Ísland mætir Noregi og Rússland mætir Finnlandi. Íslensku stelpurnar voru í góðum málum í baráttunni um 2. sætið í riðlinum en töpuðu tveimur síðustu leikjum sínum sem voru báðir á heimavelli gegn Frakklandi og Rússlandi. Rússneska liðið spilaði geysivel á lokakaflanum, vann þrjá síðustu leiki sína í riðlinum með markatölunni 11-2 og hlutu að lokum fjórum stigum meira en íslenska liðið. Leikdagar fyrir leikina gegn Noregi hafa verið ákveðnir og má sjá þá hér að neðan. Athyglisvert er að báðir leikirnir fara fram í knattspyrnuhöllum en fyrri leikurinn fer fram í Egilshöllinni í Reykjavík í nóvember.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×