Sport

Sjö frá Real Madrid

Sjö leikmenn spænska stórliðsins Real Madrid eru á listanum yfir á 35 leikmenn sem Alþjóða knattspyrnusambandið hefur tilnefnt fyrir kjör knattspyrnumanns ársins hjá sambandinu. Englendingarnir David Beckham og Michael Owen, Brasilíumennirnir Ronaldo og Roberto Carlos, Frakkinn Zinedine Zidane, Portúgalinn Luis Figo og Spánverjinn Raul gera allir tilkall til þessa eftirsótta titils. Hinn átján ára gamli Wayne Rooney er einnig á listanum en ásamt honum eru Ruud van Nistelrooy, Cristiano Ronaldo og Ryan Giggs frá Manchester United. Þeir sem þykja líklegastir til að hreppa titilinn eru hins vegar Thierry Henry hjá Arsenal og Brasilíumaðurinn Ronaldinho hjá Barcelona en hann hefur farið á kostum á árinu. Tilkynnt verður um þrjá efstu í nóvember en knattspyrnumaður ársins verður valinn 20. desember í Zürich.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×