Sport

Gautaborg upp að hlið Malmö

Hjálmar Jónsson lék allan leikinn þegar IFK Gautaborg komst upp að hlið Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gautaborg sigraði Djurgarden 2-0. Sölvi Geir Ottesen kom ekki við sögu hjá Djurgarden. Auðun Helgason var í liði Landskrona sem gerði markalaust jafntefli við Hammarby. Pétur Marteinsson kom inn á á 21. mínútu hjá Hammarby. Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék síðasta hálftímann fyrir Halmstad sem gerði 1-1 jafntefli við Elfsborg. Þegar þrjár umferðir eru eftir hafa Malmö og Gautaborg 46 stig en Malmö er í fyrsta sætinu: liðið er með 22 mörk í plús en Gautaborg 15. Liðin mætast í næst síðustu umferðinni í Gautaborg. Halmstad er þremur stigum á eftir í þriðja sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×