Sport

UEFA varar Sviss og Austurríki við

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hótað Svisslendingum og Austurríkismönnum að Evrópukeppni 2008 verði tekin af þeim. Forráðamenn UEFA eru mjög ósáttir við að Svisslendingum hefur láðst að hefja byggingu á nýjum leikvangi í Zurich, en það telur UEFA eitt skilyrða þess að keppnin fari fram í löndnunum tveimur. "Við sendum knattspyrnusambandi Sviss bréf þar sem við minntum Svisslendinga á þær skyldur sem á þeim hvíla", sagði William Gaillard, talsmaður UEFA. Í bréfinu kom fram að UEFA væri "mjög svekkt" með það að Svisslendingum hefði láðst að byggja nýjan leikvang í Zurich.  UEFA hefur einnig gefið löndunum tveimur frest út árið til að sýna fram að fjárhagurinn sé nægilega tryggur til að halda keppnir af þessari stærðargráðu. Ef Alpa-þjóðirnar tvær ná ekki að koma til móts við kröfur UEFA verður keppnin færð yfir til einhverra þeirra landa sem urðu að láta í minni pokann þegar kosið var um hvar keppnin yrði haldin. Þau lönd sem koma til greina eru Grikkland/Tyrkland, Danmörk/Finnland/Noregur/Svíþjóð, Skotland/Írland, Rússland, Ungverjaland eða Króatía/Bosnía-Hersegóvinía. Á myndinni sést Svíinn Lennart Johansson, forseti UEFA, en hann er ekki sáttur við Svisslendinga þessa dagana og aldrei að vita nema hann sendi keppnina heim til Svíþjóðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×