Sport

Toppurinn á ferlinum

Guðjón Antoníusson, hinn harðskeytti bakvörður Keflavíkurliðsins, var glaðbeittur þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir leikinn. Blaðamaður ræddi við Guðjón eftir sigurleik Kelfvíkinga á Fylkismönnum í átta liða úrslitum og þá lýsti hann því yfir að hann og félagar hans ætluðu sér að vinna titilinn. "Það er gaman að geta staðið við stóru orðin. Við komum vel stemmdir til leiks, undirbúningurinn fyrir leikinn var frábær og ég hafði allan tímann góða tilfinningu fyrir þessum leik. Mér fannst við sterkari allan leikinn og tilfinningin eftir að vera búinn að sigra er ólýsanleg. Ég fæ gæsahúð af því að standa hérna fyrir framan okkar frábæru áhorfendur og það er ekki spurning að þetta er toppurinn á ferlinum," sagði Guðjón.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×