Sport

Owen fær það óþvegið

Spænska íþróttablaðið Marca vandar enska landsliðsmanninum Michael Owen ekki kveðjurnar og segir að Owen hafi verið lélegasti maður vallarins þegar Real Madrid tapaði enn eina ferðina um helgina. Owen fær núll í einkunnagjöf blaðsins. „Owen var mjög slakur,“ segir í umsögn blaðsins, „Rafa Benitez þjálfari hlýtur að hafa fagnað með kampavíni þegar hann var seldur frá Liverpool,“ segir í Marca. Þegar sex umferðir eru búnar í spænsku 1. deildinni hefur Real Madríd tapað þremur leikjum og aðeins skorað fjögur mörk. Þetta er versta byrjun í sögu félagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×