Sport

Jóhannes Karl skoraði

Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði fyrir Leicester þegar liðið féll úr leik í ensku deildarbikarkeppninni í gærkvöldi. Markið skoraði Jóhannes úr vítaspyrnu. Mótherjarnir í Preston sigruðu 3-2. Richard Creswell skoraði öll mörk Preston-manna, þar af sigurmarkið í framlengingu. Crystal Palace vann fyrsta leik sinn í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar liðið sigraði Fulham 2-0. Andrew Johnson og Aki Rihilathi skoruðu mörkin í síðari hálfleik. Palace er í 19. og næst neðsta sæti með fimm stig en Fulham er í 14. sæti með átta stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×