Sport

Getum verið stoltir

"Það er lítið hægt að segja við þessu. Þetta fór svona í dag og ég held að Keflvíkingar séu vel að sigrinum komnir. Ég óska þeim til hamingju með titilinn," sagði Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði KA-manna, eftir leikinn í gær. "Það er alltaf mikilvægt að skora fyrsta markið í svona leikjum og þeir gerðu það. Þeir nýttu sín færi en kannski var 3-0 of stór sigur. Við berum hins vegar höfuðið hátt og erum stoltir. Það er engin tilviljun að við komumst í bikarúrslitaleikinn og með því að komast þangað held ég að við höfum sýnt að við getum unnið öll lið á góðum degi." Atli Sveinn heldur nú aftur til Örgryte í Svíþjóð þar sem hann er enn samningsbundinn. "Ég mun æfa með þeim eitthvað en hvað verður í framhaldinu er ómögulegt að segja. Ég veit ekkert hvar ég spila á næsta ári, kannski á Íslandi og kannski einhvers staðar annars staðar," sagði Atli Sveinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×