Sport

Boro yfir í háfleik

Middlesbrough hefur komið á óvart í leik sínum gegn stórskotaliði Manchester United sem fram fer á heimavelli hinna síðarnefndu og hefur forystu í háfleik, 1-0. Það var Stuart Downing sem skoraði mark gestanna á 33. mínútu en ungstirnin Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo eru báðir í byrjunarliði United. Leikar standa jafnir hjá Birmingham og Newcastle. Jermaine Jenas kom Newcastle yfir snemma leiks en Dwight Yorke jafnaði metin fyrir Birmingham.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×