Sport

4000 miðar seldir á Svíaleikinn

Nú er búið að selja tæplega fjögur þúsund miða á leik Íslendinga og Svía í undankeppni heimsmeistaramótsins en leikurinn verður á Laugardalsvelli annan miðvikudag. Sænsku framherjarnir sem væntanlega spila gegn Íslendingum hafa enn ekki tapað með liðum sínum í spænsku, ítölsku og ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Þeir Henrik Larsson hjá Barcelona, Zlatan Ibrahimovic hjá Juventus og Fredrik Ljungberg hjá Arsenal hafa enn ekki tapað með liðum sínum í 25 leikjum. Henrik Larsson skoraði 242 mörk í 316 leikjum hjá Celtic á árunum 1997-2004 og er þegar búinn að opna markareikning sinn hjá Barcelona.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×