Sport

Sýndum þeim myndbönd frá 1997

Jakob Jónharðsson var fyrirliði Keflavíkur fyrir sjö árum þegar þeir unnu bikarkeppnina síðast en hann er nú aðstoðarþjálfari liðsins. "Ég hafði spilað hér áður bæði í sigurliði og tapliði. Það er ólýsanlegt tilfinning að standa upp með bikarinn og við lögðum upp með það alla vikuna að skila því til strákanna sem að maður hafði sjálfur upplifað. Við vorum með myndbönd og fleira frá því að Keflavík vann bikarinn síðast 1997 og sýndum strákunum hvað þetta er æðisleg stund. Þeir hafa greinilega tekið vel eftir og fá því að upplifa þetta núna," sagði Jakob sem var ánægður með liðið. "Við vorum ákveðnir strax frá upphafi leiks. Við fundum það strax í klefanum að það var góð stemning í liðinu, við ætlum okkur bikarinn og kláruðum þennan leik með stæl. Þetta er örugglega ekki síðasti titilinn sem þessir strákar eiga eftir að koma með til Keflavíkur. Þetta eru ungir strákar og ef við höldum öllum þessum leikmönnum í Keflavík þá er hægt að gera úr þessu mjög gott lið," sagði Jakob sáttur í leikslok.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×