Fleiri fréttir

Berjast fyrir ólétta konu í Sýrlandi

Amnesty international standa nú fyrir skyndiaðgerð til að fá ólétta konu sem fangelsuð var án haldbærrar ástæðu í Sýrlandi leysta úr haldi.

Lokamálflutningur að hefjast í máli Breivik

Réttarhöldunum yfir Anders Breivik fer nú senn að ljúka. Ríkissaksóknarar Svein Holden og Inga Bejer Engh munu í dag hefja loka málflutning í máli Anders Breivik og færa rök fyrir sekt hans.

Suðurskautið líktist Íslandi

Strendur Suðurskautslandsins voru grónar fyrir fimmtán milljónum ára en þá hlýnaði vegna aukins koltvísýrings í andrúmsloftinu. Vísindamenn telja þessar niðurstöður rannsókna á plöntuleifum á hafsbotni geta gefið vísbendingu um þróun mála þegar loftslag hlýnar á ný.

Óttast að verða framseldur til Bandaríkjanna

Julian Assange, forsprakki Wikileaks, verður handtekinn ef hann yfirgefur sendiráð Ekvadors í Lundúnum, þar sem hann dvelur. Meðan hann heldur sig þar inni getur breska lögreglan hins vegar ekkert aðhafst.

Fundu sprengiefni við kjarnorkuver í Svíþjóð

Sænska lögreglan hefur gripið til víðtækra öryggisráðstafana við kjarnorkuver landsins. Þetta kemur í framhaldi af því að nokkurt magn af sprengjuefni fannst í flutningabíl sem staddur var inni á starfssvæði Ringhals kjarnorkuversins.

Samaras orðinn forsætisráðherra

Antonis Samaras sór í gær embættiseið sem forsætisráðherra Grikklands. Flokkur hans, Nýi lýðræðisflokkurinn, myndaði stjórn með sósíalistaflokknum Pakos og Lýðræðislega vinstriflokknum. „Ég bið nýja ríkisstjórn, sem verður mynduð á morgun [í dag], að leggja hart að sér svo við getum veitt fólkinu okkar áþreifanlega von," sagði Samaras í gær. Hann er fjórði forsætisráðherra Grikkja á 8 mánuðum.

Yfirþyrmandi verkefni að stöðva brask með Ólympíumiða

Lögreglan í London stendur í ströngu við að fyrirbyggja svartamarkaðsbrask með miða á Ólympíuleikana. Þrjátíu vefsíður og næstum eitt þúsund einstaklingar eru skotmörk í aðgerðum lögreglu til að koma í veg fyrir ólöglega miðasölu og svindl.

Assange vill hæli í Ekvador

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur sótt um pólitískt hæli í Ekvador og var í sendiráði landsins í London í gærkvöldi. Þetta sagði utanríkisráðherra Ekvadors, Ricardo Patino, við breska ríkisútvarpið.

Óvíst hvort Mubarak sé lífs eða liðinn

Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands liggur nú fyrir dauðanum á hersjúkrahúsi í Kaíró. Raunar hafa borist fréttir af því að Mubarak sé þegar látinn en þær hafa ekki fengist staðfestar.

Mikil tedrykkja eykur hættu á krabbameini

Miklir tedrykkjumenn eru líklegri til að greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli en aðrir. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var við Glasgow Háskóla.

Obama og Putin funduðu um málefni Sýrlands

Barack Obama Bandaríkjaforseti og Valdimir Putin Rússlandsforseti funduðu á hliðarlínunni á leiðtogafundi G20 ríkjanna í Mexíkó. Þar ræddu þeir málefni Sýrlands en þetta er fyrsti einkafundur þeirra tveggja síðan að Putin tók við forsetaembættinu að nýju fyrr í ár.

Fundu dularfullan hlut á botni Eystrasalts

Sænskir kafarar sem stunda fjársjóðsleit í Eystrasaltinu hafa rekist á dularfullan hlut á hafsbotninum þar. Einn kafaranna segir að hann hafi aldrei séð neitt þessu líkt á 20 ára köfunarferli sínum.

Stjórnmálamaður gripinn með buxurnar á hælunum

Stjórnmálamaður í Austurríki var gripinn með buxurnar á hælunum í bókstaflegri merkingu þegar myndavélar tóku upp ákafan ástarleik hans og óþekktrar konu í skógarjarðri í héraðinu Kartens.

Taugatitringur á leiðtogafundi G20 ríkjanna

Mikill taugatitringur virðist vera á fundi G20 ríkjanna sem nú stendur yfir í Mexíkó. Jose Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varð reiður þegar aðrir leiðtogar á fundinum gagnrýndu sambandið.

Breivik fær fjölda ástarbréfa

Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik hefur fengið ástarbréf og stuðningsyfirlýsingar í fangelsið þar sem hann dvelur. Hann hefur sýnt sálfræðingi sínum nokkur þeirra.

Verulega dregur úr bankaránum í Danmörku

Verulega hefur dregið úr bankaránum í Danmörku á síðustu árum. Alls var framið 21 bankarán í landinu á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta er 36% fækkun frá sama tímabili í fyrra og 61% fækkun frá árinu 2010.

Ný grísk ríkisstjórn í burðarliðnum

Allar líkur eru á því að ný ríkisstjórn verði mynduð í Grikklandi í dag. Þetta kemur fram á Reuters en heimildin er ónafngreindur háttsettur ráðamaður innan flokksins Nýtt lýðræði.

Vilja mynda stjórn í dag

Mynda þarf ríkisstjórn með eins mörgum flokkum gríska þingsins og hægt er, sagði leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins í gær. Hann fékk stjórnarmyndunarumboð og vill breyta skilmálum björgunaráætlunar.

Kók loks fáanlegt í Mjanmar

Gosdrykkjaframleiðandinn Coca-Cola mun brátt hefja sölu á gosdrykkjum sínum í Mjanmar, áður Búrma, þar sem kók hefur ekki verið fáanlegt í ríflega sextíu ár. Á næstunni mun því löndum þar sem ekki er hægt að kaupa kók fækka úr þremur í tvö en utan Mjanmar fæst kók ekki á Kúbu og í Norður-Kóreu.

Offitusjúklingar stefna fæðuöryggi í hættu

Hætta er á að öll heimsbyggðin líði matarskort ef vandi offitusjúklinga er ekki leystur. Frá þessu greinir Sky fréttastofan í dag og vísar í nýja rannsókn máli sínu til stuðnings. Rannsakendur fullyrða að umfram matarneysla þeirra sem teljast of feitir jafnist á við það að einn milljarður manna bættist við mannkyn. Rannsakendurnir, sem starfa við London School of Hygiene and Tropical Medicine segja að fæðuþörf mannkyns sé ekki einungis háð fjölda heldur einnig heildarþyngd mannkynsins. Þess vegna sé mikilvægt að halda þyngd fólks í skefjum.

Sósíalistar unnu stórsigur í Frakklandi

Sósíalistaflokkurinn vann stórsigur í seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi í gærdag. Flokkurinn náði hreinum meirihluta þingsæta eða 314 af 577 sætum. Þetta þýðir að flokkurinn þarf ekki að reiða sig lengur á stuðning Græningja.

Fagna niðurstöðunni í grísku þingkosningunum

Leiðtogar á Vesturlöndunum og fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa fagnað niðurstöðunni í grísku þingkosningunum. Markaðir í Asíu voru í uppsveiflu í nótt í framhaldi af úrslitunum.

Hleypi almennum borgurum út

Yfirmaður eftirlitssveita Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi krafðist þess í gær að stríðandi fylkingar leyfðu „konum, börnum, öldruðum og veikum“ að yfirgefa borgina Homs og önnur átakasvæði. Degi fyrr hafði hann tilkynnt að eftirlitsmennirnir hefðu hætt störfum vegna vaxandi ofbeldis í landinu.

Sósíalistar ná meirihluta í Frakklandi

Sósíalistaflokkurinn getur myndað hreinan meirihluta í neðri deild franska þingsins samkvæmt útgönguspám. Samkvæmt spánum hlaut flokkurinn, sem er flokkur Francois Hollande forseta, 312 af 577 þingsætum.

Varla marktækur munur í þingkosningunum

Útgönguspár eftir þingkosningarnar í Grikklandi í dag benda til þess að Nýi lýðræðisflokkurinn, flokkur Antoni Samaras, sé með örlítið meira fylgi en vinstrabandalagið Syrizia. Munurinn er þó varla marktækur.

Rodney King látinn

Rodney King, sem var barinn til óbóta af lögreglumönnum í Los Angeles í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar, fannst látinn í morgun. Unnusta hans fann hann á botni sundlaugar í garði þeirra en ekki er talið að dauða hans hafi borið að saknæmum hætti.

Sjá næstu 50 fréttir