Erlent

Danska smurbrauðið loksins komið á frímerki

Danska póstþjónustan hefur ákveðið að hefja hið danska smurbrauð til vegs og virðingar með því að gefa út fjögur ný frímerki því til heiðurs.

Á frímerkjum þessum verða fjórar tegundir af smurbrauði, það er með eggjum og rækjum, með rúllupulsu, með kartöflum og með roastbeef. Það var grafíski hönnuðurinn Peter Dam sem teiknaði frímerkin.

Í frétt í Politiken segir að Dam hafi borðað töluvert magn af smurbrauði áður en hann ákvað endanlega hvernig frímerkin ættu að líta út enda eru útfærslur á smurbrauði mjög mismundandi eftir landshlutum í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×