Erlent

Yfirþyrmandi verkefni að stöðva brask með Ólympíumiða

BBI skrifar
Lögreglan í London stendur í ströngu við að fyrirbyggja svartamarkaðsbrask með miða á Ólympíuleikana sem fram fara í London í næsta mánuði. Þrjátíu vefsíður og næstum eitt þúsund einstaklingar eru skotmörk í aðgerðum lögreglu til að koma í veg fyrir ólöglega miðasölu og svindl.

Fjöldi fólks hefur reynt að kaupa miða til að selja þá aftur ólöglega. Alþjóðlegar miðasíður hafa sömuleiðis reynt að selja ólöglega miða á hátíðina og einhverjar þeirra eiga yfir höfði sér málshöfðun vegna þessa.

Verkefnið sem blasir við lögreglunni er yfirþyrmandi og teygir sig þvert á öll landamæri. Nú þegar aðeins 38 dagar eru í keppnina hafa lögreglumenn viðurkennt að þó aðgerðir þeirra séu kröftugar og markvissar geti þeir ekki komið í veg fyrir allt svindl. Lögreglan mun þó gera sitt besta til að stöðva verslun á svörtum markaði.

Það að selja miða á Ólympíuleikana án leyfis frá skipulagsnefndinni í London er glæpur og getur varðað allt að 20 þúsund punda sekt (tæpar fjórar milljónir króna).

Hér er umfjöllun The Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×