Erlent

Gíslatökumaðurinn yfirbugaður og gíslarnir frelsaðir

BBI skrifar
Lögreglan í Frakklandi hefur komið höndum yfir vopnaðan mann sem hélt fjórum gíslum í banka í næstum sjö klukkutíma í dag.

Maðurinn réðist í morgun inn í banka í borginni Toulouse og heimtaði peninga. Þegar hann fékk ekkert hleypti hann skoti af byssu sinni og tók fjóra menn sem gísla.

Lögreglan réði niðurlögum mannsins þegar hann hafði haldið gíslunum í næstum sjö klukkutíma. Þá hafði hann þegar sleppt tveimur þeirra í skiptum fyrir vatn og mat. Hann var skotinn í lærið þegar hann gekk út úr bankanum með gíslana tvo og beindi byssu að þeim. Fréttir herma að gíslarnir hafi ekki beðið tjón.

Árásarmaðurinn hélt því statt og stöðugt fram í dag að hann væri tengdur al-Kaída. Ekki er vitað hvort það er ímyndun eða sannindi.

Umfjöllun BBC um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×