Erlent

Suðurskautið líktist Íslandi

Nú gæti aftur hlýnað hjá mörgæsunum.
Nú gæti aftur hlýnað hjá mörgæsunum. NORDICPHOTOS/AFP
Strendur Suðurskautslandsins voru grónar fyrir fimmtán milljónum ára en þá hlýnaði vegna aukins koltvísýrings í andrúmsloftinu. Vísindamenn telja þessar niðurstöður rannsókna á plöntuleifum á hafsbotni geta gefið vísbendingu um þróun mála þegar loftslag hlýnar á ný.

Í grein í vísindatímaritinu Nature Geoscience kemur fram að bæði hafi verið hlýrra og vætusamara á Suðurskautslandinu en nú. „Þegar plánetan hlýnar verða mestu breytingarnar við heimskautin. Þegar úrkoman færðist suður á bóginn urðu strendur Suðurskautslandsins líkari Íslandi dagsins í dag en frosnu heimskautalandslagi,“ segir vísindamaðurinn Jun-Eun Lee í samtali við sænska ríkisútvarpið.- óþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×