Erlent

Rodney King látinn

Rodney King
Rodney King
Rodney King, sem var barinn til óbóta af lögreglumönnum í Los Angeles í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar, fannst látinn í morgun fjörutíu og sjö ára að aldri. Unnusta hans fann hann á botni sundlaugar í garði þeirra en ekki er talið að dauða hans hafi borið að saknæmum hætti.

Árið 1991 birtist myndband af því þegar fjórir hvítir lögreglumenn börðu hann til óbóta eftir að hafa elt hann uppi vegna gruns um ölvunarakstur.

Þegar þeir voru sýknaðir brutust út gríðarlegar kynþáttaóeirðir í Los Angeles sem kostuðu fimmtíu og þrjár manneskjur lífið. Eignatjón var metið á einn milljarð bandaríkjadala.

King fór í mál við Los Angels-borg vegna árás lögreglumannanna og fékk dæmdar bætur upp á 3,8 milljónir dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×