Erlent

Hamas vill samninga um vopnahlé við Ísraelsmenn

Hamas samtökin eru reiðubúin til samninga við Ísraelsmenn um vopnahlé á Gaza svæðinu með milligöngu Egypta.

Töluverð átök hafa verið milli Hamas og ísraelska hersins frá því á mánudag og hafa átta Palestínumenn fallið í loftárásum í þeim átökum. Nokkrir Ísralesmenn hafa særst í flugskeytaárásum Hamas á sama tíma.

Í frétt á BBC um málið segir að þetta sé í fyrsta sinn í meira en ár sem Hamas samtökin viðurkenna opinberlega að þau eigi beinan þátt í flugskeytaárásum á Ísrael.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×