Erlent

Yfir 42.000 einstaklingar seldir í þrælahald í fyrra

Yfir 42.000 einstaklingar, bæði fullorðnir og börn, voru seldir mansali og neyddir til þrælahalds á síðasta ári í heiminum.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal og þrælahald í heiminum. Talið er að yfir 20 milljónir manna búi við þrælahald í heiminum í dag en verst er ástandið í Afríku, Mið Austurlöndum og hluta af Asíu.

Stór hluti af þessu fólki eru kynlífsþrælar og hefur verið selt í ánauð sem slíkir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×