Erlent

Kók loks fáanlegt í Mjanmar

Brátt verða Kúba og Norður-Kórea einu lönd heims þar sem kók er ekki fáanlegt.
Brátt verða Kúba og Norður-Kórea einu lönd heims þar sem kók er ekki fáanlegt.
Gosdrykkjaframleiðandinn Coca-Cola mun brátt hefja sölu á gosdrykkjum sínum í Mjanmar, áður Búrma, þar sem kók hefur ekki verið fáanlegt í ríflega sextíu ár. Á næstunni mun því löndum þar sem ekki er hægt að kaupa kók fækka úr þremur í tvö en utan Mjanmar fæst kók ekki á Kúbu og í Norður-Kóreu.

Ákvörðun Coca-Cola er tekin í kjölfar ákvörðunar bandarískra stjórnvalda um að hætta viðskiptaþvingunum gegn Mjanmar. Þíðu hefur gætt í samskiptum Vesturlanda við stjórnvöld í Mjanmar eftir ýmsar lýðræðisumbætur herforingjastjórnarinnar. - mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×