Erlent

Dökk skýrsla um starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar

Ný skýrsla á vegum bandarískra stjórnvalda um leyniþjónustu landsins, það er þá stofnun sem gætir öryggis Bandaríkjaforseta, sýnir miklar brotalamir í starfsemi leyniþjónustunnar.

Vændishneykslið sem nýlega kom upp í Kólombíu var langt í frá einstakur atburður í sögu leyniþjónustnnar á síðustu árum.

Skýrslan sýnir að leyniþjónustumennirnir hafi óspart nýtt sér þjónustu vændiskvenna, staðið að kynferðislegum árásum, lekið upplýsingum til fjölmiðla, staðið að ólöglegum hlerunum og haldið miklar drykkju- og svallveislur.

Þegar hefur átta starfsmönnum leyniþjónustunnar verið vikið frá störfum og reiknað er með að fleiri þeirra verði látnir taka pokann sinn á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×