Erlent

Óvissa um hver sigraði í egypsku forsetakosningunum

Mikil óvissa ríkir um hver var sigurvegari í forsetakosningunum í Egyptalandi um helgina.

Íslamska bræðrarlagið segir að frambjóðandi þeirra hafi unnið með 52% atkvæða. Hið sama segja stuðningsmenn fyrrum forsætisráðherra í stjórn Hosni Mubaraks sem bauð sig fram á móti frambjóðanda bræðralagsins.

Þá hefur herinn í Egyptlandi gefið út yfirlýsingu um stóraukin völd sér til handa. Í henni segir einnig að almennar þingkosningar verði ekki haldnar í landinu fyrr en ný varanleg stjórnarskrá hefur verið samin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×