Erlent

Verulega dregur úr bankaránum í Danmörku

Verulega hefur dregið úr bankaránum í Danmörku á síðustu árum. Alls var framið 21 bankarán í landinu á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta er 36% fækkun frá sama tímabili í fyrra og 61% fækkun frá árinu 2010.

Í frétt um málið í Politiken segir að ástæðan fyrir þessari miklu fækkun á bankaránum liggi einkum í betri öryggisráðstöfnunum í dönskum bönkum og aukinni notkun á eftirlitsmyndavélum.

Þá hafa mörg útibú tekið upp mismunandi tímalása á hirslur sínar sem gera það erfiðara en áður fyrir bankaræningja að hafa meir en litlar upphæðir upp úr krafsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×