Erlent

Varla marktækur munur í þingkosningunum

Höskuldur Kári Schram skrifar
Útgönguspár eftir þingkosningarnar í Grikklandi í dag benda til þess að Nýi lýðræðisflokkurinn, flokkur Antoni Samaras, sé með örlítið meira fylgi en vinstrabandalagið Syrizia. Munurinn er þó varla marktækur.

Flokkarnir eru á öndverður meiði hvað varðar neyðarlán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins.

Nýi lýðræðisflokkurinn vill þiggja lánið en Vinstrabandalagið leggst gegn frekari lántökum og niðurskurði í opinberum útjgöldum. Báðir flokkar vilja þó halda evrunni.

Kjörstöðum var lokað klukkan þrjú að íslenskum tíma í dag en útgönguspár sýna að flokkarnir eru báðir með um tuttugu og sjö til þrjátíu prósenta fylgi. Nýi lýðræðisflokkurinn virðist þó hafa fengið um hálfu prósentustigi meira en vinstrabandalagið.

Sá flokkur sem fær flest atkvæði fær fimmtíu þingsæti aukalega en þrjú hundruð þingmenn sitja á gríska þinginu.

Miðjuflokkurinn Pasok sem er hlynntur björgunarpakkanum er með um tíu til tólf prósenta fylgi og fasistaflokkurinn Gullin dögun er með rúmlega sjö prósent - en það er svipað fylgi og flokkurinn fékk í síðustu kosningum.

Leiðtogar Evruríkjanna og fjármálasérfræðingar hafa beðið í ofvæni eftir niðurstöðum kosninganna en kjósi grikkir að hafna neyðarláninu getur það haft mikil áhrif á þróun evrusamstarfsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×