Erlent

Stjórnmálamaður gripinn með buxurnar á hælunum

Stjórnmálamaður í Austurríki var gripinn með buxurnar á hælunum í bókstaflegri merkingu þegar myndavélar tóku upp ákafan ástarleik hans og óþekktrar konu í skógarjarðri í héraðinu Kartens.

Það var skotveiðifélagið í Kartens sem hafði komið þessum myndavélum fyrir í skógarjaðrinum löngu áður en stjórnmálamaðurinn varð gagntekinn af ástarbríma sínum.

Myndavélarnar voru dulbúnar enda var þeim ætlað að fylgjast með dýrum í skóginum og hátterni þeirra. Þar að auki voru hreyfiskynjarar tengdir við myndavélarnar, þannig að þær fóru ekki í gang nema eitthvað hreyfðist fyrir framan þær.

Í fréttum austurrískra fjölmiðla af þessu máli kemur fram að skotveiðifélagið gæti verið í slæmum málum. Lögspekingar segja að upptakan af ástarleik stjórnmálamannsins sé brot á lögum um persónuvernd í Austurríki. Það er að fólk sem átti erindi í skóginn var ekki varað við því með skiltum að myndavélar væru á svæðinu.

Enn sem komið er hefur þessi stjórnmálamaður ekki verið nafngreindur. Og fáir telja að hann fari í mál við skotveiðifélagið því þá mundi nafn hans óhjákvæmilega verða kunnugt meðal allrar þjóðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×