Erlent

Vesturveldin og Íranir aftur að samningaborðinu í dag

Samningar fulltrúa Vesturveldanna og Rússlands við Íransstjórn um umdeilda kjarnorkuáæltun Írana hefjast aftur í dag í Moskvu. Tvær fyrri samningalotur milli þessara landa hafa ekki borið árangur.

Auk Rússa eiga Bandaríkjamenn, Bretar, Kínverjar, Frakkar og Þjóðverjar aðild að þeim. Vesturveldin og Rússland vilja að Íranir hætti við vinnslu sína á úrani og bjóða fram aðstoð sína við að tryggja kjarnorkuöryggi Írans.

Á móti vilja Íranir að viðskiptaþvinganir gegn þeim, og þá einkum innflutningabann á olíu frá Íran, verði lagðar niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×