Vilja mynda stjórn í dag 19. júní 2012 04:30 Antonis Samaras og Alexis Tsipras hittust á fundi í gær. Tsipras segir flokk sinn verða í stjórnarandstöðu, en ekki verði komið í veg fyrir stjórnarmyndun. fréttablaðið/ap Mynda þarf ríkisstjórn með eins mörgum flokkum gríska þingsins og hægt er, sagði leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins í gær. Hann fékk stjórnarmyndunarumboð og vill breyta skilmálum björgunaráætlunar. Antonis Samaras, leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins í Grikklandi, fékk formlegt umboð frá forsetanum Karolos Papoulias til að mynda ríkisstjórn í gærmorgun. Til þess hefur hann þrjá daga, og forsetinn sagði mikilvægt að ný stjórn yrði mynduð sem allra fyrst. „Landið má ekki við því að vera stjórnlaust í svo mikið sem klukkustund.“ Samaras sagðist í gær ætla að leita leiða til þess að breyta skilmálum í björgunaráætlun Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í gærmorgun varð hækkun á mörgum mörkuðum vegna úrslita kosninganna, en það entist ekki lengi, sem þykir gefa til kynna að sérfræðingar hafi ekki trú á því að með úrslitunum sé vandi evrusvæðisins nú að minnka. Samaras fundaði með leiðtoga Syriza, róttæka vinstribandalagsins, í gær. Leiðtoginn, Alexis Tsipras, sagði flokk sinn ætla að vera í stjórnarandstöðu og kljást við stjórnvöld. „Hlutverk sterkrar og ábyrgrar stjórnarandstöðu er að hafa áhrif og grípa inn í og þetta er það sem ég fullvissaði herra Samaras um að við munum gera.“ Þrátt fyrir viðbrögð Tsipras sagði Samaras að nauðsynlegt væri að mynda ríkisstjórn í þjóðarsátt með eins mörgum flokkum og hægt er. Hann fundaði með leiðtoga sósíalistaflokksins Pakos, Evangelos Venizelos, seinni partinn í gær. Flokkarnir tveir gætu myndað meirihluta en Samaras vill fleiri flokka með til þess að hafa stærri meirihluta í þinginu og meiri stöðugleika. Venizelos sagði í gær að nauðsynlegt væri að ríkisstjórn hefði verið mynduð fyrir lok dagsins í dag. Þegar öll atkvæði höfðu verið talin hafði Nýi lýðræðisflokkurinn fengið 29,7 prósent atkvæða og 129 þingsæti. Syriza hlaut 26,9 prósent og 71 sæti og Pasok 12,3 prósent og 33 sæti. Flokkurinn sem hlýtur flest atkvæði í kosningum í Grikklandi fær alltaf 50 sæti til viðbótar; þannig fékk Nýi lýðræðisflokkurinn í raun 79 þingsæti í kosningunum. Stjórnmálaskýrendur hafa bent á að einungis fjörutíu prósent kjósenda hafi valið flokka sem gefa sig sérstaklega út fyrir að styðja björgunaráætlunina frá ESB og AGS. Þrátt fyrir þetta var niðurstöðunum fagnað í Evrópu. Fjármálaráðherrar evruríkjanna sautján gáfu út yfirlýsingu þar sem fram kom að besta leið Grikkja út úr kreppunni væri að halda áfram endurbótum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hringdi í Samaras þegar úrslitin voru ljós og óskaði honum til hamingju og minnti á mikilvægi þess að ríkið héldi áfram að vinna að björgunaráætluninni. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Mynda þarf ríkisstjórn með eins mörgum flokkum gríska þingsins og hægt er, sagði leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins í gær. Hann fékk stjórnarmyndunarumboð og vill breyta skilmálum björgunaráætlunar. Antonis Samaras, leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins í Grikklandi, fékk formlegt umboð frá forsetanum Karolos Papoulias til að mynda ríkisstjórn í gærmorgun. Til þess hefur hann þrjá daga, og forsetinn sagði mikilvægt að ný stjórn yrði mynduð sem allra fyrst. „Landið má ekki við því að vera stjórnlaust í svo mikið sem klukkustund.“ Samaras sagðist í gær ætla að leita leiða til þess að breyta skilmálum í björgunaráætlun Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í gærmorgun varð hækkun á mörgum mörkuðum vegna úrslita kosninganna, en það entist ekki lengi, sem þykir gefa til kynna að sérfræðingar hafi ekki trú á því að með úrslitunum sé vandi evrusvæðisins nú að minnka. Samaras fundaði með leiðtoga Syriza, róttæka vinstribandalagsins, í gær. Leiðtoginn, Alexis Tsipras, sagði flokk sinn ætla að vera í stjórnarandstöðu og kljást við stjórnvöld. „Hlutverk sterkrar og ábyrgrar stjórnarandstöðu er að hafa áhrif og grípa inn í og þetta er það sem ég fullvissaði herra Samaras um að við munum gera.“ Þrátt fyrir viðbrögð Tsipras sagði Samaras að nauðsynlegt væri að mynda ríkisstjórn í þjóðarsátt með eins mörgum flokkum og hægt er. Hann fundaði með leiðtoga sósíalistaflokksins Pakos, Evangelos Venizelos, seinni partinn í gær. Flokkarnir tveir gætu myndað meirihluta en Samaras vill fleiri flokka með til þess að hafa stærri meirihluta í þinginu og meiri stöðugleika. Venizelos sagði í gær að nauðsynlegt væri að ríkisstjórn hefði verið mynduð fyrir lok dagsins í dag. Þegar öll atkvæði höfðu verið talin hafði Nýi lýðræðisflokkurinn fengið 29,7 prósent atkvæða og 129 þingsæti. Syriza hlaut 26,9 prósent og 71 sæti og Pasok 12,3 prósent og 33 sæti. Flokkurinn sem hlýtur flest atkvæði í kosningum í Grikklandi fær alltaf 50 sæti til viðbótar; þannig fékk Nýi lýðræðisflokkurinn í raun 79 þingsæti í kosningunum. Stjórnmálaskýrendur hafa bent á að einungis fjörutíu prósent kjósenda hafi valið flokka sem gefa sig sérstaklega út fyrir að styðja björgunaráætlunina frá ESB og AGS. Þrátt fyrir þetta var niðurstöðunum fagnað í Evrópu. Fjármálaráðherrar evruríkjanna sautján gáfu út yfirlýsingu þar sem fram kom að besta leið Grikkja út úr kreppunni væri að halda áfram endurbótum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hringdi í Samaras þegar úrslitin voru ljós og óskaði honum til hamingju og minnti á mikilvægi þess að ríkið héldi áfram að vinna að björgunaráætluninni. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira