Erlent

Vilhjálmur prins erfir 2 milljarða á þrítugsafmæli sínu

Kate Middelton fær það flókna verkefni að finna gjöf handa prinsinum
Kate Middelton fær það flókna verkefni að finna gjöf handa prinsinum mynd/afp
Nú þegar Vilhjálmur prins fagnar þrítugsafmæli sínu fær hann aðgang að helmingi sjóðs sem Díana prinsessa ánafnaði sonum sínum tveimur.

Verðmæti sjóðsins er talið vera yfir 4 milljarðar íslenskra króna. Eignir hennar samanstóðu af hluta- og verðbréfum, skartgripum, því sem nemur 3 og hálfum milljarði króna í peningalegum eignum sem hún fékk við skilnaðinn, kjólum og persónulegum munum.

Hún skipaði að öllum hennar eignum skyldi haldið í sjóði sem skyldi skiptast jafnt á milli prinsanna tveggja. Harry mun þá fá sinn helming þegar hann verður þrítugur 15. september 2014.

Talsmaður St. James hallarinnar vildi ekki gefa upplýsingar um hvernig prinsinn myndi verja afmælisdeginum en gaf þó upp að hann myndi fagna í nánum félagsskap.

Talið er að eiginkona hans Kate Middelton sem varð þrítug í janúar sl. standi á bak við skipulagningu á deginum og fær hún einnig það flókna verkefni að finna gjöf handa prinsinum.

Daily Mail sagði frá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×