Erlent

Berjast fyrir ólétta konu í Sýrlandi

BBI skrifar
Myndin er úr safni af sýrlenskri konu.
Myndin er úr safni af sýrlenskri konu. Mynd/Amnesty
Amnesty international standa nú fyrir skyndiaðgerð til að fá ólétta konu sem fangelsuð var án haldbærrar ástæðu í Sýrlandi leysta úr haldi.

Þann 15. maí síðastliðinn var ólétt kona fangelsuð ásamt tveimur börnum sínum, átta og tíu ára. Enginn veit nákvæmlega hví hún er í haldi en Amnesty telur að ástæðan sé sú að eiginmaður hennar er eftirlýstur andófsmaður. Hann er nú í felum meðan konan dvelur kasólétt í einangrun í fangelsi í Sýrlandi við bágar aðstæður og hefur engan aðgang að læknisaðstoð.

Amnesty international stendur fyrir undirskriftasöfnun í því skyni að fá konu þessa leysta úr haldi. Ástandið í Sýrlandi er mjög alvarlegt um þessar mundir og fjöldi fólks situr í fangelsi án sakar. Amnesty international hefur engu að síður ákveðið að beina kastljósum sínum að þessari konu, en samtökin vinna venjulega þannig að valin er einn ákveðinn einstaklingur og barist fyrir hans hönd en sú aðgerð táknar þá baráttu fyrir réttindum allra í svipaðri stöðu.

Listarnir með undirskriftum sem safnast verða sendir til yfirvalda í Sýrlandi og þar með þrýst á stjórnvöld að láta konuna lausa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×