Erlent

Voyager 1 að sigla út fyrir ystu mörk sólkerfisins

Voyager 1 hið aldraða geimfar bandarísku geimferðarstofnunarinnar NASA er um það bil að sigla út úr ystu mörkum sólkerfsins og út í alheiminn.

Voyager var skotið á loft árið 1977 og er nú statt í nær 18 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðunni. Það er við endimörkin á segulsviði sólarinnar eða svokölluðu heliohvolfi sem myndar ystu mörk sólkerfsins.

Voyager er enn virkt og geimvísindamenn bíða spenntir eftir því að geimfarið yfirgefi sólkerfið og sendi þeim upplýsingar um hvað sé að finna handan þess.

Á 35 ára ferð sinni í gegnum sólkerfið hefur Voyager sent mikið af gagnlegum upplýsingum til jarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×