Erlent

Fjórir gíslar í haldi í banka í Toulouse

Vopnaður maður sem segist tilheyra al-kaída hefur tekið fjóra gísla í banka í frönsku borginni Toulouse.

Í fyrstu fréttum af þessu máli segja vitni að þau hafi heyrt skothríð í bankanum. Lögreglan í Toulouse hefur beðið sérsveitir um aðstoð og eru liðsmenn þeirra á leið að bankanum.

Í mars s.l. myrti annar maður með tengsl við hryðjuverkasamtök fjóra einstaklinga fyrir framan gyðingaskóla í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×