Erlent

Farþegaþota frá SAS nauðlenti vegna reyks í farþegarými

Farþegaþota af gerðinni Airbus 330 á vegum SAS flugfélagsins þurfti að nauðlenda í Kanada í nótt eftir að töluverður reykur kom upp í farþegarými hennar. Um borð í þotunni voru 261 farþegi auk 11 manna áhafnar.

Þotan var á leið frá Newark í New York til Kastrupflugvallar í Kaupmannahöfn. Nauðlendingin tókst eins og best var á kosið. Eftir hana var kannað hvort einhverjir farþegana hefðu orðið fyrir reykeitrun en svo reyndist ekki. Þeim var síðan komið fyrir á hótelherbergjum.

Ástæðan fyrir þessum reyk er enn ókunn en tæknimenn á vegum SAS vinna að rannsókn á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×