Erlent

Salman útnefndur sem krónprins Saudi Arabíu

Salman prins hefur verið útnefndur krónprins Saudi Arabíu og er því næstur í röðinni að taka við af Abdullah hinum 88 ára gamla konungi landsins.

Salman, sem einnig er borgarstjóri í Riyadh höfuðborg landsins, er talin mun frjálslyndari í skoðunum en fyrirrennari sinn, Abdul Aziz al-Saud sem lést um helgina.

Í frétt BBC um málið segir að útnefning hans í stöðu krónprins muni þó breyta litlu um stjórn landsins, a.m.k. í náinni framtíð.

Salman er orðinn 76 ára gamall og útnefning hans frestar því enn um sinn að yngri kynslóð prinsa komist til valda í Saudi Arabíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×