Erlent

Ný grísk ríkisstjórn í burðarliðnum

Allar líkur eru á því að ný ríkisstjórn verði mynduð í Grikklandi í dag. Þetta kemur fram á Reuters en heimildin er ónafngreindur háttsettur ráðamaður innan flokksins Nýtt lýðræði.

Heimildarmaðurinn segir að ríkisstjórnin verði mynduð af flokki hans í samstarfi við Pasok flokkinn. Áður hafði komið fram að Venizelos formaður Pasok hafði gert kröfu um að vinstriflokkarnir ættu aðild að ríkisstjórninni.

Það verður væntanlega Antonis Samaras formaður Nýs lýðræðis sem verður næsti forsætisráðherra Grikklands en flokkurinn fékk mesta fylgið í kosningunum um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×