Erlent

Google hjálpar til við að varðveita tungumál í útrýmingarhættu

Google vonast til að varðveita fleiri tungumál með komu síðunnar
Google vonast til að varðveita fleiri tungumál með komu síðunnar mynd/afp
Google hefur komið á fót verkefni sem á að hjálpa til við að vaðrveita tungumál í útrýmingarhættu í samstarfi við hóp alþjóðlegra málvísinda- og fræðimanna.

Á síðunni getur fólk fundið og deilt efni um tungumál sem eru í útrýmingarhættu.

Í kynningararmyndklippu síðunnar er sagt frá því að af þeim 7,000 tungumálum sem töluð eru í dag, er búist við því að helmingur þeirra muni ekki lifa af út öldina. Og þegar að síðasti maður sem talar tungumál reiprennandi deyr, gæti það mál verið glatað að eilífu. Google vonast til að breyta því með komu síðunnar.

Notendur eru hvattir til þess að hlaða inn mynd- og hljóðbrotum, og textabútum af sjaldgæfum mállýskum á aðalsíðuna EndageredLanuages.com.

Verkefnið er stutt af google.org í samvinnu við Háskólann í Michigan sem mun taka yfir verkefnið á næstkomandi mánuðum.

"Að skrásetja meira en 3,000 tungumál sem eru í útrýmingarhættu er mikilvægt skref í að viðhalda menningarlegri fjölbreytni, heiðra kunnáttu okkar á sögunni og styrkja æskuna" segja Rodriguez og Rissman stofnendur verkefnisins.

Fox news greinir frá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×