Erlent

Sósíalistar unnu stórsigur í Frakklandi

Sósíalistaflokkurinn vann stórsigur í seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi í gærdag. Flokkurinn náði hreinum meirihluta þingsæta eða 314 af 577 sætum. Þetta þýðir að flokkurinn þarf ekki að reiða sig lengur á stuðning Græningja.

Hægrabandalag Nicholas Sarkozy fyrrum forseta hlaut 229 þingsæti. Athygli vekur að Þjóðfylking Marine Le Pen kom tveimur mönnum að í kosningunum en þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðfylkingin nær mönnum á þing.

Fram kemur í fréttum franskra fjölmiðla að kjörsókn í þessum kosningum var aðeins tæp 56% og hefur ekki verið minni í sögunni í þingkosningum í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×