Erlent

Niðurstöður gætu haft áhrif á þróun evrusamstarfsins

Mikil spenna ríkir fyrir þingkosningarnar í Grikklandi í dag en niðurstöðurnar kunna að hafa mikil áhrif á þróun evrusamstarfsins.

Kannanir benda til þess að Nýi lýðræðisflokkurinn og vinstribandalagið Syrizia fái mest fylgi en flokkarnir eru á öndverðu meiði varðandi björgunarlán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins.

Syriza leggst alfarið gegn frekari lántökum og vill að auki draga úr niðurskurði í opinberum útgjöldum. Nýi Lýðræðisflokkurinn er hins vegar hlynntur björgunaráætluninni en vill þó freista þess að ná nýju samkomulagi um aðhaldsagðerðir. Báðir flokkar vilja þó halda í evruna.

Sérfræðingar telja líklegt að Grikkir þurfi að yfirgefa evrusamstarfið ef þeir hafna björgunarpakkanum.

Nýi lýðræðisflokkurinn fékk 108 þingsæti í alþingiskosningunum í vor, Syriza fimmtíu og tvö en aðrir flokkar voru með minna fylgi. Ekki tókst að mynda ríkisstjórn og var því ákveðið að boða til nýrra kosninga. Til að fá hreinan meirihluta þarf hundrað fimmtíu og eitt þingsæti.

Von er fyrstu tölum fljótlega eftir að kjörstöðum verður lokað klukkan þrjú að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×