Erlent

Kristjanía orðin griðarstaður fyrir glæpamenn í Kaupmannahöfn

Kristjanía í Kaupmannahöfn er orðin að griðarstað fyrir glæpamenn sem eru á flótta undan lögreglunni þar í borg.

Þetta kom fram í fréttaskýringaþætti á sjónvarpsstöðinni TV2 í Danmörku í gærkvöldi. Þar kom fram að fréttamenn höfðu farið í gegnum daglegar skýrslur Kaupmannahafnarlögreglunnar undanfarið hálft ár. Þar má finna a.m.k. sex tilvik þar sem lögreglan gafst upp á eltingarleik við glæpamenn þar sem þeir náðu að komast inn í Kristjaníu áður en lögreglan náði þeim.

Lögreglan fer ekki fáliðuð inn í Kristjaníu vegna ótta um eigið öryggi. Þess vegna blómstrar hasssalan þar eins og á árum áður.

Claus Oxfelt formaður Lögreglumannafélags Kaupmannahafnar segir að lögreglumenn verði að gæta eigin öryggis. Það gangi ekki að tveir menn í lögreglubíl fari inn í Kristjaníu. Slík setji lögreglumennina einfaldlega í lífshættu.

Þá var rætt við Birte Pedersen einn af nágrönnum Kristjaníu. Birte segir að þó hún og nágrannar hennar telji sig lifa í réttarríki sé augljóst að það réttarríki nái ekki inn fyrir mörkin að Kristjaníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×