Erlent

Óvíst hvort Mubarak sé lífs eða liðinn

Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands liggur nú fyrir dauðanum á hersjúkrahúsi í Kaíró. Raunar hafa borist fréttir af því að Mubarak sé þegar látinn en þær hafa ekki fengist staðfestar.

Mubarak fékk heilblóðfall og hjartstopp í gærkvöldi og hefur verið haldið á lífi síðan í öndunarvél. Heilsu hans hafði hrakað ört á síðustu dögum.

Mubarak var fyrr í mánuðinum dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðgerðir sínar gegn mótmælendum í uppreisninni gegn stjórn hans í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×