Erlent

Brúður stelur 33 milljónum frá vinnuveitenda til þess að kosta brúðkaup sitt

Lagði peninga inn á sinn eigin reikning sem átti að fara til birgja.
Lagði peninga inn á sinn eigin reikning sem átti að fara til birgja. mynd/getty
Hin breska Kristy Lane hefur verið dæmd til 20 mánaða fangelsisvistar eftir að hafa stolið 168.000 pundum frá vinnuveitenda sínum til þess að kosta brúðkaup sitt. Upphæðin nemur 33 milljónum íslenskra króna.

Yfirmaður hennar, Peter Sutton, sem var gestur í brúðkaupinu, fylltist efasemdum þegar hann varð vitni að herlegheitunum.

Lane, 29 ára gömul, giftist manni sínum Graham í janúar 2011 á Mains hótelinu nærri Blackpool.

Í brúðkaupinu var flugeldasýning, töframaður, tvær hljómsveitir, hörpuspilari, saxafónisti, plötusnúður, opinn bar, andlitsmálning og maskar.

Yfirmaður hennar, Sutton, sagði: „Tekið var á móti okkur með blómum, kampavíni, skemmtunum, selló spilurum og stórbrotnum uppstillingum. Stærð viðburðarins var yfirþyrmandi."

Þegar Sutton snéri aftur til vinnu þar sem Lane vann sem bókhaldari í hlutastarfi komst hann að því að hún hafði falsað reikninga.

Í stað þess að borga birgjum hafði hún lagt peningana inn á sinn eigin reikning.

Hún keypti meðal annars brúðarmeyjarkjólana á kostnað fyrirtækisins og skartgripa skreytt ipod hulstur að verðmæti 300 þúsund króna.

Sutton sagði að óheft græðgi konunnar hefði næstum rekið fyrirtækið í þrot. Það var brúðkaupið sem kom upp um hana en upp að þeim tímapunkti hafði vinnuveitandi engan grun um athæfið enda hafði hún alla tíð verið dugleg að kvarta undan peningaleysi.

Lane, sem grét í gegnum öll réttarhöldin, gekkst við 122 reikningum sem hún hafði falsað.

Hún var handtekin á heimli sínu og var ókleift að fara í fyrirhugaða brúðkaupsferð til Mexíkó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×