Erlent

Úlfar drápu starfsmann í dýragarði

Úlfur úr dýragarðinum Kolmården í Norrköping í Svíþjóð.
Úlfur úr dýragarðinum Kolmården í Norrköping í Svíþjóð.
Starfsmaður í Kolmården dýragarðinum í bænum Norrköping í Svíþjóð lést í morgun eftir að hópur úlfa réðst á hann.

Samkvæmt frétt á vef norska ríkisútvarpsins var starfsmaðurinn, sem er kona á þrítugsaldri, að gefa úlfunum að borða þegar þeir umkringdu hana og réðust á hana. Samstarfsmenn hennar komu fljótt á staðinn og náðu að fæla úlfana burt.

En það var því miður of seint því konan lést af sárum sínum stuttu síðar.

Lögreglan rannsakar nú árásina en þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1881 að úlfur verður manni að bana á Norðurlöndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×