Fleiri fréttir

Skógareldarnir ógna 12 þúsund heimilum

Skógareldar breiðast nú stjórnlaust um stórt svæði norður af Los Angelesborg í Kaliforníuríki. Ríflega 180 ferkílómetra skóg- og ræktarland hafa orðið eldunum að bráð. Talið er að þeir ógni um 12 þúsund heimilum í jaðri borgarinnar og hafa mörg þúsund íbúar verið fluttir frá heimilum sínum.

Meira enn helmingur Afríkumanna beittir líkamlegu ofbeldi

Ráðist hefur verið á rúmlega 60% Afríkumanna sem búsettir er í Moskvu, höfuðborg Rússlands, og þeir beittir líkamlega ofbeldu vegna litarháttar og uppruna þeirra. Í mörgum tilvikum er um afar grófar árásir að ræða. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins.

Breskir hermenn féllu í Afganistan

Tveir breskir hermenn féllu í sprengjuárás í Helmand-héraði í suð-vestur Afganistan í kvöld. Nú hafa 210 breskir hermenn fallið í landinu frá því Bretar hófu afskipti af málum þar árið 2001, þar af á annan tug í ágústmánuði. Talíbanar eru sagðir bera ábyrgð á ódæðunum.

Telur sig hafa persónutöfra

Ég hef víst persónutöfra sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í heimsókn sinni til Noregs í dag. Fastafulltrúi Norðmanna hjá Sameinuðu þjóðunum hafði áður gagnrýnt stjórnunarstíl framkvæmdastjórans harðlega og sagt hann gjörsneiddan persónutörfum.

Eyru og nef skorin af Afgana þegar hann ætlaði að kjósa

Eyru og nef voru skorin af átta barna föður í fjallahéruðum Afganistans þegar hann reyndi að kjósa í forsetakosningunum í landinu fyrr í mánuðinum. Hann kennir Talíbönum um. Bandarískur hershöfðingi segir að endurskoða þurfi baráttuna gegn þeim eigin hún að hafa áhrif. Við vörum við myndunum sem fylgja sjónvarpshluta þessarar fréttar.

Grunur um svínaflensudauðsfall í Svíþjóð

Grunur leikur á að sænskur karlmaður á fertugsaldri hafi látist af vödlum svínaflensu. Endanlegrar niðurstöðu rannsókna er að vænta á morgun. Verði það staðfest yrði það fyrsta dauðsfall af völdum flensunnar á Norðurlöndunum.

Almenningi hleypt að leiði Edwards Kennedy

Almenningi hefur verið opnaður aðgangur að leiði öldungadeildarþingmannsins Edwards Kennedy heitins en það var gert klukkan átta í gærmorgun að staðartíma í Virginíu, innan við tólf klukkustundum eftir að útförin fór fram.

Kínverskt frímerki boðið upp

Sjaldgæft kínverskt frímerki frá 19. öld verður boðið upp í Hong Kong í september en frímerkið er metið á allt að 258.000 dollara, jafnvirði rúmlega 32 milljóna króna.

Kyrkti stjúpdóttur sína og hengdi sig

Breskur vörubílstjóri kyrkti níu ára stjúpdóttur sína og hengdi sig að ódæðinu loknu. Lögreglumenn fundu bílinn og lík stjúpfeðginanna síðdegis á laugardag eftir að bílsins hafði verið saknað um tíma en hann flutti vörur fyrir stórmarkaðinn Spar.

Neitar því að lausn al Megrahi tengist viðskiptum

Breski dómsmálaráðherrann Jack Straw neitar því alfarið að Lockerbie-sprengjumanninum Ali Mohmed al Megrahi hafi verið sleppt úr fangelsi til að liðka fyrir samningum um olíuleit British Petrolium-fyrirtækisins í Líbýu.

Tveir slökkviliðsmenn létust í skógareldum

Tveir slökkviliðsmenn í Los Angeles týndu lífi í gær þegar þeir börðust við skógarelda sem breiðst hafa út með ógnarhraða í þurrkum síðan á miðvikudag.

Lögreglan fer yfir ný gögn

Lögreglan í Sussex á Englandi hefur fengið í hendur ný gögn í máli Brians Jones, fyrrum gítarleikara hljómsveitarinnar The Rolling Stones, sem lést fyrir fjórum áratugum, og ætlar í kjölfarið að fara yfir málið á ný.

Níu ára gömul stúlka myrt í Englandi

Níu ára gömul stúlka fannst látin í flutningabíl í vegkanti við Northamptonshire veginn í gær. Hún hafði verið kyrkt. Karlmaður, sem talinn er tengjast stúlkunni, fannst hengdur nærri stúlkunni. Lögreglan telur að karlmaðurinn sé kærasti móður stúlkunnar. Lík hans fannst skömmu á eftir stelpunni.

Minntust kóngsins í Mexíkóborg

Þúsundir manna komu saman á byltingartorginu í Mexíkóborg í gær og dönsuðu undir laginu Thriller eftir Michael Jackson í tilefni þess að í gær hefði poppgoðið orðið fimmtíu og eins árs gamall.

Krefst afsökunarbeiðni af dönskum dagblöðum

Lögmaður frá Sádi Arabíu hefur sent dönskum dagblöðum sem endurbirtu myndir Kurts Westergaard af Múhameð spámanni í febrúar 2008 fjögurra blaðsíðna bréf þar sem hann fer fram á að þau biðjist afsökunar á birtingunum.

Afmælisdagur kóngsins

Konungur poppsins, Michael Joseph Jackson, hefði orðið fimmtíu og eins árs í dag ef hann hefði lifað.

Óttast að rýmri löggjöf um líknardráp yrði misnotuð

Rýmri löggjöf um líknarmorð gæti verið misnotuð af fjölskyldum sem vilja fyrirfara gömlum ættingjum sem eru byrði á fjölskyldunni. Þetta segir Barbara Wilding, ein reynslumesta lögreglukona í Bretlandi, við breska blaðið Telegraph.

Edward Kennedy borinn til grafar

Edward Kennedy, fyrrverandi þingmaður í öldungardeild Bandaríkjaþings, var borinn til hinstu hvílu í dag. Edward var bróðir Johns F. Kennedy fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Roberts Kennedy fyrrverandi dómsmálaráðherra. Edward sat á þingi í 47 ár.

Líktu borgarstjóranum í Óðinsvéum við Hitler

Íhaldsmenn í danska bænum Óðinsvéum eru ósáttir við veggspjald sem sósíaldemókratar létu útbúa nýlega. Þar er hinum íhaldssama borgarstjóra, Jan Boye, líkt við Hitler Í Fyens Stiftstidende er haft eftir Thomas Sejersen

Mannræningjahjón neita sök í Jaycee málinu

Hjónin sem hafa verið ákærð fyrir að ræna Jaycee Lee Dugard árið 1991 hafa neitað sök. Jaycee var ellefu ára gömul þegar Phillip Garrido og eiginkona hans Nancy, rændu stúlkunni. Þau fóru svo með hana heim til sín sem var í 300 kílómetra fjarlægð. Þar geymdu þau stúlkuna í bakgarðinum í kofa. Og misnotuðu hana kynferðislega.

Tunglsteinn reyndist falsaður

Forsvarmenn Rijkssafnsins í Hollandi eru gáttaðir eftir að þeir fundu út að einn af sýningagripum safnsins, ætlaður steinn frá tunglinu, reyndist falsaður.

Jaycee gefur foreldrum Madeleine vonina á ný

Foreldrar Madeleine Mcann hafa öðlast von um að finna dóttur sína á ný eftir að Jaycee Lee Dugard fannst átján árum eftir að henni hafði verið rænt. Jaycee gaf sig nýlega fram til lögreglunnar og sagðist vera fórnalamb ráns sem átti sér stað fyrir hartnær tuttugu árum.

Börn sem hafa horfið en fundist árum síðar

Nú þegar fréttir af Jaycee Lee Dugard fara sem eldur í sinu um heimsbyggðina hefur fréttastofa Sky rifjað upp tilfelli þar sem börn hafa horfið árum saman en fundist á lífi.

Apple þvertekur fyrir að iPhone símar springi

Tölvu- og farsímaframleiðandinn Apple neitar að iPhone símar fyrirtækisins ofhitni og springi við venjulega notkun. Átján ára karlmaður í Frakklandi slasaðist nýverið á auga þegar iPhone sími kærustu hans sprakk. Vitað er um fleiri samskonar atlvik í Frakklandi.

Berlusconi kærir fjölmiðla fyrir meiðyrði

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, ætlar að kæra fjölmiðla í heimalandi sínu og víða í Evrópu fyrir meiðyrði í umfjöllun sinni um einkalíf hans. Berlusconi er sjálfur eigandi fjölmiðlasamsteypu. Lögfræðingur forsætisráðherrans segir að nú þegar sé búið að höfða mál gegn fjölmiðlum á Ítalíu og í Frakklandi.

Meðlim konungsfjölskyldu Sáda sýnt banatilræði

Muhammad bin Nayef, meðlim í konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu og aðstoðaröryggismálaráðherra landsins, var sýnt banatilræði í sjálfsmorðssprengjuárás í dag. Prinsinn hlaut lítils háttar meiðsli.

Ahmadinejad vill refsa forsvarsmönnum mótmælanna

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, telur brýnt að forsvarsmönnum mótmælanna í kjölfar forsetakosninganna í júní verði dregnir til ábyrgðar og refsað. Þeir sem nú þegar hafi verið ákærðir eigi ekki einir að bera ábyrgð. Þetta kom fram í ávarpi forsetans við föstudagsbænir í höfuðborg landsins, Teheran, í dag.

Rússar verstu ferðamenn heims

Könnun vefsíðunnar Real Holiday Reports hefur nú leitt í ljós að Rússar eru verstu ferðamenn heims og velta þar með Þjóðverjum úr sessi.

Var kynlífsþræll í átján ár

Hjón á sextugsaldri eru í haldi lögreglu í Kaliforníu vegna ásakan um að þau hafi rænt ellefu ára stúlku árið 1991 og haldið henni í kynlífsþrælkun í átján ár. Maðurinn, sem er dæmdur kynferðisbrotamaður, mun hafa nauðgað stúlkunni sem ól honum tvö börn.

Schwarzenegger heldur bílskúrssölu

Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, heldur nú eins konar bílskúrssölu á uppboðsvefnum eBay til bjargar fjárhag ríkisins.

Innbrotsþjófar styðjast við Facebook

Tryggingafélag í Bretlandi varar við því að innbrotsþjófar séu nú farnir að safna upplýsingum um væntanleg fórnarlömb af vefjum á borð við Facebook og Twitter.

Dalai Lama til Taívan á sunnudag

Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, kemur til Taívan á sunnudag þar sem hann mun biðja fyrir fórnarlömbum fellibylsins Morakot sem gekk þar yfir fyrr í mánuðinum.

Slegist um sígarettu

Átök um sígarettu snemma í morgun virðast hafa orðið kveikjan að því að maður var stunginn í hálsinn í Brønshøj í Danmörku með þeim afleiðingum að hann lést.

Brautarstöð helst til stalínísk

Borgaryfirvöld í Moskvu liggja undir ámæli vegna nýrra innréttinga í einni af járnbrautarstöðvum borgarinnar en þær þykja í helst til stalínískum anda.

Bernanke fórnarlamb auðkennaþjófa

Bandaríski seðlabankastjórinn Ben Bernanke er eitt af hundruðum fórnarlamba glæpahrings sem sérhæfir sig í auðkennastuldi og náði undir fölsku flaggi að stela meira en 2,1 milljón dollara, jafnvirði um 270 milljóna króna, af einstaklingum og fjármálastofnunum um gervöll Bandaríkin.

Landtaka hindrar viðræður

Forsætisráðherra Ísraels hefur í vikunni heimsótt bæði bresk og þýsk stjórnvöld ásamt því að hitta George Mitchell, erindreka Bandaríkjastjórnar gagnvart Mið-Austurlöndum.

Karzai eykur forskot sitt

Nýjustu tölur úr forsetakosningum í Afganistan gefa til kynna að Hamid Karzai, forseti landsins, hafi aukið forskot sitt. Samkvæmt þeim hefur Karzai hlotið 44,8 prósent atkvæða á meðan Abdullah, fyrrum utanríkisráðherra landsins, hefur hlotið 35,1 prósent. Tölurnar eru þó byggðar á 17 prósentum atkvæða víðs vegar um landið, og gætu því breyst mikið.

Vill bætur frá Bandaríkjunum

Einum af yngstu föngum í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu hefur verið sleppt úr haldi. Hann var færður í búðirnar frá Afganistan árið 2002, sakaður um að hafa kastað handsprengju að bíl. Í árásinni særðust tveir bandarískir hermenn.

Sjá næstu 50 fréttir