Erlent

Níu ára gömul stúlka myrt í Englandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Breska lögreglan rannsakar málið. Mynd/ AFP.
Breska lögreglan rannsakar málið. Mynd/ AFP.
Níu ára gömul stúlka fannst látin í flutningabíl í vegkanti við Northamptonshire veginn í Englandi í gær. Hún hafði verið kyrkt. Karlmaður, sem talinn er tengjast stúlkunni, fannst hengdur nærri staðnum þar sem stúlkan fannst. Lögreglan telur að karlmaðurinn sé kærasti móður stúlkunnar.

Rannsóknarlögreglumenn virðast telja að maðurinn hafi orðið litlu stúlkunni að bana. Þeir segjast ekki telja að neitt saknæmt tengist andláti mannsins en hafa samt ekki útilokað að hann hafi líka verið myrtur. „Við erum að rannsaka morð á ungri stúlku og andlát manns sem var kunnugur henni," er haft eftir Tricia Kirk, rannsóknarlögreglumanni á vef Telegraph.

„Þetta er sorglegur atburður fyrir fjölskyldur hinna látnu en við vinnum náið með þeim til að komst til botns í málinu," segir Kirk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×