Erlent

Meira enn helmingur Afríkumanna beittir líkamlegu ofbeldi

Frá Moskvu.
Frá Moskvu.
Ráðist hefur verið á rúmlega 60% Afríkumanna sem búsettir er í Moskvu, höfuðborg Rússlands, og þeir beittir líkamlega ofbeldu vegna litarháttar og uppruna þeirra. Í mörgum tilvikum er um afar grófar árásir að ræða. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins.

Í Rússlandi eru afar algengt að útlendingar verði fyrir barðinu öfgamönnum. Almennt virðist lítið umburðarlyndi vera fyrir minnihlutahópum í landinu.

Rúmlega 10 þúsund Afríkumenn búa í Moskvu. 80% þeirra hafa orðið fyrir munnlegum athugasemdum vegna litarháttar, samkvæmt rannsókninni. Þátttakendur í rannsókninni sögðust sniðganga neðanjarðarlestir og aðra staði þar sem margmenni kemur saman dags daglega. Þá kemur einnig fram að þeir haldi sig frá þjóðhátíðum og fótboltaleikjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×