Erlent

Slegist um sígarettu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Átök um sígarettu snemma í morgun virðast hafa orðið kveikjan að því að maður var stunginn í hálsinn í Brønshøj í Danmörku með þeim afleiðingum að hann lést. Tilkynnt var um átök í íbúð nokkurri og þegar lögregla kom á vettvang fann hún þar mann liggjandi í blóði sínu. Auk hans voru tveir rúmlega þrítugir menn í íbúðinni og handtók lögregla þá. Hinn særði var úrskurðaður látinn við komu á sjúkrahús.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×