Erlent

Hugðust dulbúa byggingu BBC fyrir sprengjuflugvélum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Breskur hermaður, til vinstri, gætir inngangs útvarpshússins. Til hægri sést húsið eins og það leit út á dögum síðari heimsstyrjaldar.
Breskur hermaður, til vinstri, gætir inngangs útvarpshússins. Til hægri sést húsið eins og það leit út á dögum síðari heimsstyrjaldar. MYND/BBC

Breska ríkisútvarpið íhugaði að dulbúa höfuðstöðvar sínar til að villa um fyrir þýskum sprengjuflugmönnum í síðari heimsstyrjöldinni.

Þetta kemur fram á minnisblaði útvarpsins frá 28. september 1939 en í þá daga höfðu stjórnendur þess þungar áhyggjur af því að þessi áberandi snjóhvíta bygging í miðborg London yrði auðvelt skotmark sprengjuflugvéla. Einkum óttuðust þeir að í tunglsljósi yrði byggingin nánast sjálflýsandi séð úr lofti.

Hugmyndin var að mála þak byggingarinnar og þá hluta sem sjást úr lofti og dulbúa hana hreinlega sem hver önnur gatnamót með gangandi vegfarendum og öllu tilheyrandi. Þegar til kom þótti hugmyndin þó hrein vitleysa og þótti ráðamönnum BBC ómögulegt að fara að ata húsið málningu af þessu tilefni.

Þeir hefðu þó hugsanlega átt að íhuga málið betur því alls varð byggingin þrisvar sinnum fyrir loftárás Þjóðverja árin 1940 og 1941 og varð ein árásanna sjö starfsmönnum útvarpsins að bana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×