Erlent

Krefst afsökunarbeiðni af dönskum dagblöðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Birtingum á myndum Westergaards var víða mótmælt í fyrra. Meðal annars í Pakistan. Mynd/ AFP.
Birtingum á myndum Westergaards var víða mótmælt í fyrra. Meðal annars í Pakistan. Mynd/ AFP.
Lögmaður frá Sádi Arabíu hefur sent dönskum dagblöðum sem endurbirtu myndir Kurts Westergaard af Múhameð spámanni í febrúar 2008 fjögurra blaðsíðna bréf þar sem hann fer fram á að þau biðjist afsökunar á birtingunum.

Í bréfinu krefst lögmaðurinn, Faisal A.Z. Yamani, þess að afsökunarbeiðnin verði birt á fyrstu þremur blaðsíðum blaðanna og að vísun í hana verði birt á forsíðu. Afsökunarbeiðnin verði birt á fjórum tungumálum, dönsku, ensku frönsku og arabísku. Segir hann að um lokakall eftir afsökunarbeiðni sé að ræða.

Samkvæmt frétt á vef Jyllands Posten hefur lögfræðingurinn knái ekki fengið jákvæð viðbrögð við kröfunni en hann vill að afsökunarbeiðnin birtist áður en september er á enda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×