Erlent

Tunglsteinn reyndist falsaður

Tunglsteinninn reyndist vera steinrunninn viður.
Tunglsteinninn reyndist vera steinrunninn viður.

Forsvarmenn Rijkssafnsins í Hollandi eru gáttaðir eftir að þeir fundu út að einn af sýningagripum safnsins, ætlaður steinn frá tunglinu, reyndist falsaður.

Steininn fékk fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, Willem Drees, að gjöf frá geimförunum þremur sem lentu á tunglinu árið 1969. Þegar Drees lést arfleiddi hann safninu steininn en á einum tímapunkti var tryggður fyrir hálfa milljón dollara.

Það var svo á dögunum sem tilraunir voru gerðar á steininum vegna tryggingarinnar og þá kom í ljós að tunglsteinninn var ekkert annað en steinrunninn viðarklumpur.

Forsvarsmenn safnsins, sem er í Amstedam og er þekktara fyrir að hýsa málverk eftir meistara á borð við Rembrandt, var að vonum brugðið. Þeir ætla engu að síður að halda steinum af forvitnissökum.

„Þar að auki er sagan góð," sagði forsvarsmaður safnsins, Xandra van Gelder.

Enginn veit hvernig falsaði steinninn endaði í fórum hollenska ráðherrans. Um hundrað tunglsteinar voru gefnir til hinna ýmsu þjóðarleiðtoga eftir tunglferðina frægu árið 1969.

Bandarísk yfirvöld hafa verið spurð hvernig á þessu standi, þau koma hinsvegar af fjöllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×